Skilmálar
Skilmálar þessir gilda um vefverslun sem rekin er af eftirfarandi lögaðila:
Barr Living ehf., kt. 431017-0590, Vsk. 129465, Marargrund 7, 210 Garðabær, sími: 649-3868, info@barrliving.is
Barr Living áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Afhending vöru
Við sendum allar vörur beint heim að dyrum kaupanda að kostnaðarlausu. Pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir að greiðsla hefur borist. Sé varan ekki til á lager verður haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd. Pöntunum er dreift af Íslandspósti heim að dyrum og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar sem er alla jafna 2-3 dagar. Í einstaka tilfellum er pöntunum þó dreift af starfsmönnum Barr Living.
Verð á vöru
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk.
Greiðslur
Boðið er upp á eftirfarandi greiðslumöguleika: kreditkort, debetkort, Netgíró og millifærslu.
Kreditkort/Debetkort: Greitt er fyrir vöruna í vefverslun í gegnum örugga greiðslugátt Valitor.
Netgíró: Netgíró eru kortalaus viðskipti á netinu. Þú þarft að vera með aðgang hjá Netgíró til þess að nýta þér þjónustuna, fyrir þá sem hafa hann ekki er hægt að skrá sig á www.netgiro.is. Þegar þú greiðir með netgíró þarftu aðeins að skrá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Reikningur stofnast á viðskiptavin í heimabanka sem greiða þarf innan 14 daga, vaxtalaust.
Millifærsla: Þegar valið er að greiða með millifærslu fær kaupandi tölvupóst með upplýsingum um reikningsnúmer og kennitölu fyrirtækisins. Pöntun er staðfest með tölvupóst þegar millifærsla hefur verið framkvæmd. Ef ekki er greitt innan 12 klst. telst pöntunin ógild. Mikilvægt er að senda kvittun úr heimabanka á netfangið info@barrliving.is með pöntunarnúmeri í skýringu.
Að skipta og skila vöru
Veittur er skilafrestur í allt að 14 daga frá því viðskiptavinur fær vöru í hendur. Skilaréttur á ekki við um sérpantaðar vörur. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður varan endurgreidd með sama greiðslumiðli og upphaflegu viðskiptin nema um annað sé samið ásamt flutnings- og póstburðargjöldum.
Kaupandi getur komið ósk sinni um skipti/skil á vöru á framfæri við seljanda með tölvupósti á info@barrliving.is en getur einnig nýtt sér staðlað uppsagnareyðublað sem finna má hér: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/435-2016
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan flutningskostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Vakin er athygli á að frestur til þess að tilkynna seljanda um galla er eigi síðar en 2 árum eftir móttöku vöru (og eftir atvikum 5 árum) og eigi síðar en 2 mánuðum eftir að galli er uppgötvaður í samræmi við lög um neytendakaup nr. 48/2003. Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup nr 48/2003.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi upp ágreiningur vegna viðskipta er vísað til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa að Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða á www.kvth.is.