Um okkur
Barr Living er vefverslun sem var opnuð síðla árs 2017. Markmiðið er að bjóða upp á fallegar og spennandi vörur sem bæði fegra heimilið og gleðja augað. Ef lýsa ætti stílnum þá er það hin fullkomna blanda af því hráa og því hlýja. Við viljum gefa fólki færi á að skapa sér persónulegan stíl og kappkostum við að finna og flytja inn vörur sem ekki eru fyrir á markaði á Íslandi og höfum við óendanlega gaman að vörum sem eru svolítið „öðruvísi“ í bland við það hefðbundna.
Megináhersla er lögð á að bjóða upp á vörur sem eiga það sammerkt að vera framleiddar að hluta eða öllu leyti úr endurunnum og endurnýtanlegum hráefnum (recycling/upcycling). Hrár viður, leður, járn, gler, leir og steypa eru lykilorðin okkar. Nýtt sem og notað.
Við bjóðum upp á fría heimsendingu óháð magni og virði. Ef kaupandi óskar getur hann að sjálfsögðu líka sótt vörurnar á lager eftir nánara samkomulagi.